31.10.06

Kör

Ástandið á heimilinu enn heldur báborið. Freigátan sefur í vagninum sínum í eldhúsinu, en hún er með Horfoss í dag. Við Rannsóknarskip skiptumst á að sofa og huxa um hana. Enginn hefur orku í að láta sig hlakka til húsnæðisskipta nema Smábátur sem er hinn sprækasti. Ég hlakka reyndar soldið til í hvert skipti sem ég rogast með Freigátuna upp stigann... Bráðum búum við á einum janffleti! Jeij!

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

vona að allt íbúðastúss gangi vel og brölti ljúki sem fyrst.

Berglind Rós sagði...

Ástand er þetta! Batnist ykkur fljótt og vel. Við Guðmundur Steinn hlökkum mikið til að koma í heimsókn á Ránargötuna. Kannski getur hann meira að segja vakað í smástund ;-)

Sigga Lára sagði...

Svo fengum við afslátt af því að maðurinn nennti ekki að þrífa íbúðina. Konan var sko flutt til Akureyrar á undan honum. Er þetta ekki bara eins og upp úr einhverju í gamladaga?

fangor sagði...

til hamingju með nýju íbúðina, hlakka til að fá að skoða.

Nafnlaus sagði...

Ja þá er nú heppni að fermetrunum hefur fækkað;-) Hvaða, hvaða fór konan án þess að þrífa undan þeim???Vona að horfossarnir fari að þorna og líðan að skána í Imbuskjálf, knús knús