Jæjah. Búin að fara á sölufundinn og skrifa undir alltsaman og borga allan heiminn. Fundir síðasta sólarhrings virðast ekki hafa haft sérlega jákvæð áhrif á heilsuna mína, nú fyrst veit ég ekkert í minn haus. Rannsóknarskip er að fara að senda Smábát norður yfir heiðar seinnipartinn, fer svo í skólann og verður ekki hjá okkur fyrr en einhverntíma þvílíkt seint. Á meðan ætlum við mæðgur að láta okkur batna.
Annars skilst mér að fyrri eigandi ætli nú bara að klára að tæma núna einhverntíma á eftir eða morgun eða eitthvað þannig að við ættum að geta þrifið og metið stöðuna um helgina. Ljómandi fínt að ætla sér mánuð í að flytja.
Í nótt var ég með hálfgerðu óráði. Mig dreymdi að ég var með slatta af fólki, einhverjum ú stjórn Hugleix og fleirum, á annaðhvort kafbát eða geimskipi (það er ekki alveg skýrt í minningunni). Svo kom eitthvað uppá og það þurfti að draga okkur til bara svo hratt að við þurftum að fara í afþrýstingsklefa þegar við komum til baka. Að því loknu var partý.
Og nú held ég þurfi að leggja Freigátunni.
1.11.06
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
ahhh já þessi partý í afþrýstingsklefanum....
Gangi þér vel að tilflytjast
Til hamingju með nýju híbýlin. Sýnist að ég geti jefnvel hjálpað ykkur aðeins í lok mánaðar ef þið verðið ekki búin aðessu.
Skrifa ummæli