ætla samt ekki að gera það.
Freigátan fékk fyrstu "alvöru" gubbupestina sína í gærkvöldi. Í dag þarf að þvo mikið. Og það er gubbulykt af öllu sem við eigum. Svo er ég sybbin. Þess vegna ætla ég bara að skrifa eina illa orta hækju sem mér flaug í hug undir fögrum flautu- og gítartónum á tónleikum í gærkveldi:
Meðvirkni
Stundum
Heyri ég ekki í sjálfri mér
Fyrir hugsunum annarra
Hann Hjörvar skrifar nebblega stundum ljóð á bloggið sitt.
Mér þykja ljóð kúl, nú orðið.
Svo ég ætla líka að gera það.
24.11.06
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
Af einhverjum ástæðum þykja ljóð almennt kúl, nú orðið. Mér er það óskiljanlegt - eins og reyndar flest annað sem gerist í veröldinni. Held það vanti í mig ljóðrænuna. En ef ég ætti að semja ljóð núna um dásemdir meðgöngunnar myndi það einmitt heita "Gæti gubbað".
Flott hæka - eða réttara sagt hækja, sem er bragfræðihugtak og þýðir hæka um meðvirkni.
Og fyrir þá sem þykja ljóð kúl þá er blogg Páls Ásgeirs Ásgeirssonar alfarið í bundnu máli þessa dagana, og sumt harla gott:
flissa að fyrri athugasemdum. ég hef alltaf verið svolítið svag fyrir ljóðum. þykir hækja þessi hin ágætasta
Eru hæk(j)ur ekki á forminu
5 atkvæði
7 atkvæði
5 atkvæði
?
Ég sagði að hún væri illa ort. ;-)
Eru hækurnar
fimm atkvæði eða sjö?
Jú rétt! Fimm, sjö, fimm!
Þetta er þá sennilega hæka.
Þetta er hins vegar fjári gott ljóð Sigga Lára. Til að gera það að hæku hefði það líklegast verið formréttara svona:
Stundum heyri ég
ekk'í sjálfri mér fyrir
hugsunum hinna
... en þetta er augljóslega miklu verra.
:)
Skrifa ummæli