24.1.07

Afsakið hlé

Er voða veik og á ósköp bágt og leiðist heil ósköp að geta ekki gert neitt. Ætla alltaf að reyna að komast í vinnuna "á morgun". Þannig að ég ætla að reyna að komast í vinnuna á morgun.

Er að hlusta á dánarfregnir og jarðarfarir. Það er nú upplífgandi.

Svo er ég líka að lesa eina Agöthu. Það er enginn dauður ennþá. En lítil spenna í því þar sem það stendur í titlinum hver er drepinn. Hvaða rugl er það? Líka voða fyndið að vera að lesa svona bók þegar maður er alltaf að sofna og dreymir eitthvað hitarugl og man aldrei hvað stóð í bókinni og hvað var bara í ruglinu... Það er allskonar fólk sem ég þekki búið að koma við sögu í þessari bók. Eftir því sem ég best man.

Lestri dánarfregna er lokið.

4 ummæli:

Ásta sagði...

Ekki er það "The Murder or Roger Ackroyd"? Því hún var góð og alls ekki svo augljós. A.m.k. ekki þegar ég las hana 12 ára gömul.

Nafnlaus sagði...

Ég er sammála þér um ágæti þeirrar bókar, Ásta. Tvímælalaust besta Agötubók sem ég hef lesið. En nei, þetta er einhver "Lord 'Something' dies" ef ég man rétt.

Nafnlaus sagði...

Ég var djöfull ánægður með mig þegar ég komst að því að ég hafði fattað hver morðinginn var í Roger Ackroyd nokkru áður en það var upplýst. Las Christie eins og hún lagði sig á mínum unglingsárum. Man ekkert eftir þessari Lord eitthvað drepst svo varla er hún merkileg.

Spunkhildur sagði...

Agata braut blað í bókmenntasögunni með skrifum sínum á þessari frábæru bók.

Haltu bara áfram að lesa hana.

Ég hinsvegar get ekki lesið bókina Grámosinn glóir. Hún er svo hrútleiðinleg til þess að byrja með að ég hef aldrei meikað mig fram úr kvart. Hinsvegar telja fróðir menn að bókin sé góð, og vil ég gjarnan teljast til slíkra manna svo ég óska hér með eftir mórölskum stuðningi að klára hana.

Hinsvegar vil ég ekki teljast til fróðra manna og kvenna sem bera reifara eubs og "Mýrina og mygluðu karakterarnir" eftir Feimus Glerlykil. Glæpasögur hans eru í besta falli í flokki verstu glæpareifara amrískra bókmennta sem ég greip gjarnan í úr bókaskáp foreldra minna. Ég segi ekki orð um myndina, ég hef ekki farið að sjá hana.

Ætla að horfa á hana ein, að nóttu. Svo fyrirframfordómar skemmi hana ekki.