31.1.07

Þegar maður...

-...er farinn að lesa blogg um, og skoða myndir af, smábörnum fólks sem maður þekkir lítið eða ekkert, af miklum áhuga, í tíma og ótíma.
-...getur varla sofið af tilhlökkun að byrja í meðgöngusundi þó maður sé ekki einu sinni óléttur.
-...hlakkar til að vakna á morgnana af því að dóttir manns á að fara í ný föt.
-...les mest heimasíður IKEA og Rúmfatalagersins, á eftir bloggum um börn.
-...er gjörsamlega hættur að nenna út úr húsi eftir kvöldmat.
-...er farinn að velta fyrir sér hvort ekki eigi að gera fleiri seríur á sjónvarpsþáttunum "Fyrstu skrefin".
-...getur átt innihaldsríkar samræður við aðrar mæður ungra barna sem maður hittir á förnum vegi, þó maður þekki þær ekki neitt. Og fitjar jafnvel upp á þeim sjálfur.
-...er farinn að fyllast hamingjutilfinningu við að sjá óútdraslað gólf og hreina eldhúsbekki.
-...er óumræðulega hamingjusamur með þetta alltsaman.

Hvað er maður þá?
Paþþettikk?
Efri millistétt á barneignaaldri?
Mamma mín?

Allavega alveg örugglega eitthvað sem ég hef oft gert grín að.
Svona er þetta.
Þeir sletta skyrinu sem flytja svo í glerhúsið.

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

D) Allt ofantalið?

Hugrún sagði...

Einhvern veginn svona hófst hnignun Spörtu til forna. Til að fullkomna dæmið ættirðu að flytja til Akureyrar (öðru nafni Latibær)

Berglind Rós sagði...

Hehe gott á þig ;-)

Nafnlaus sagði...

Hey - þú horfist þó í augu við staðreyndir! Mér líður ansi svipað en vil bara ekki viðurkenna það... :)

Svandís sagði...

Nú væri einmitt tilvalið að endurvekja saumaklúbb svo maður geti nú farið að prjóna sokka og stoppa í á meðan maður talar endalaust um börnin sín og annara, sem og nýjustu leiðir til að ná hinum ýmsu blettum úr sófasettinu.

Er ekki hægt að hafa netsaumaklúbb?

Spunkhildur sagði...

Ég verð að redda mér óléttu og það í hvelli. Mér líður nákvæmilega eins og þegar ég átti kríli og fólk fékk velgju þegar ég sagði brjóstagjöf.

Núna langar mig að vera með.

Magnús sagði...

Láttu vita þegar þú ert farin að segja "elsku litla barnið" upp úr svefni.

Sigga Lára sagði...

Latibær? Akureyri? Segir konan sem er í fríi frá hinum sofandalega Fossvogi í partíbælinu Egilsstöðum? ;-)

María Páls, þú nottla bara hlýýýtur að vera með eitthvað barnablogg.
Upplýsinga er óskað í netfang sls@leiklist.is.

Svandís, já við verðum að fara að skipuleggja reglulega msn-fundi eða eitthvað.

Við erum ööööll kjeeeellingar.

Nafnlaus sagði...

Svona hefur þetta nú verið ansi lengi hjá mér. U.þ.b. tólf ár eða svo. Mér finnst bara fínt að vera kéééélling. Eiginlega bara afar þakklát.

Nafnlaus sagði...

Saumaklúbbar eru náttlega ekkert annað en tækifæri til að fara að heiman og því duga netklúbbar takmarkað.

Mín síðasta hugsun áður en ég lokaði heimilishurðinni í morgun var "Æ ég næ örugglega að taka svolítið til um helgina".
Einhverntíman hafði maður nú fjörugri helgarplön en þetta.