5.1.07

Grímuböll?

Er orðið leiðinlegt í partíum?
Er fólkið sem þú þekkir orðið svo boríng að það þarf að láta það klæða sig upp í einhverja fáránlega búninga til að þola samkvæmi með því?
Helst láta það þykjast algjörlega vera eitthvað annað en það er?
Kannski hafa samkvæmisleiki líka, svo menn þurfi nú örugglega ekki að tala saman?

Þá er kominn tími til að fá sér nýja vini.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já, nafn mitt er Don Inkognító Anónímus Rex. Leit bara við til að segja hæ. Eru ekki allir í stuði?

fangor sagði...

það er greinilega ekki hollt að fá sér glerskápa...? ég bíð þér semsagt ekki í grímupartý á sveitasetrinu

Sigga Lára sagði...

Hvaða skítaaðdróttun?
Organized fun af öllum sortum hefur farið í pirrurnar á mér lengur en ég hef átt nokkra persónulega eigu í eigu minni. Og í guðanna bænum sleppið mér við allt sem getur mögulega flokkast undir "grímupartí".

Nafnlaus sagði...

Öööööö... klæða sig í fáránlega búninga... þykjast vera annar en maður er... fara í samkvæmis-/upphitunarleiki.....hljómar dálítið eins og það sem fólk í leikfélögum gerir hvað mest. Kannski eru leikfélög uppfinning einhvers sem átti bara leiðindavini og fann sér leið til að reyna að þrauka þá. Hef aldrei pælt í þessu áður.
Annars gleðilegt árið!