12.1.07

Langanir og þrár...

Mikið obbslega er nú gott að það skuli vera föstudagur. Þó vinnuvikan mín sé bara síðan á miðvikudag. Ég er samt komin með innilokunarkennd heima hjá mér og leið á biluðum löppum, hori og snjó.

Í gær var samlestur hjá Hugleik á verkinu Epli og Eikur eftir Þórunni Guðmundsdóttur sem verður sett á svið í Möguleikhúsinu og fumsýnt um miðjan mars. Var það skemmtan hin bezta. Og verður gaman að gaufast í því. Ég er annars að bræða með mér að leikstýra heldur í þorraprógrammi Hugleix (sem verður um miðjan febrúar, svo maður plöggi) og verða síðan frekar á kantinum í Eplunum í seinni hálfleik. Svo langar mig líka að vera á sama kanti við uppsetningu á leikritinu Bingó sem Hugleikur sýnir í samstarfi við Leikfélag Kópavogs í apríl.
Nóg að gera á kantinum.
Já, og svo er Hugleikur líka með Mánaðarlegt í apríl. Bezt að leikstýra kannski líka þá. Einhverntíma langar mig á leikstjórnarnámskeið. Já, og svo fékk ég allt í einu flugu í höfuðið í gær og held mig langi kannski að læra táknmál...

En svo held ég líka að mig langi einhverntíma kannski að prófa að leika í svona einþáttungi...
Og ég fór að skrifa leikrit í gær, sem er að verða einhver sambræðingur úr ýmsum hugmyndum og er að verða marghöfða skrímsli. Ég vissi ekki alveg hvort það er kúl, svo ég fór í staðinn í tölvuleik, að drepa skrímsli.

Engin ummæli: