Auðvitað ákvað Hugleikurinn að halda árlegan Jólafund sinn (sem er dulnefni á partíi) á fárviðriskvöldi. Ég fór úteftir áðan til að taka til (slökkva ljósin) og fór svo heim þegar aðrir byrjuðu að hafa gaman. (Eins og alvarlega meðvirkt fólk gerir.)
Neinei. Mig og lappirnar á mér, sem enn eru slasaðar eftir fylleríið um síðustu helgi, langaði bara að fara heim áður en það yrði ófært. En útlit er fyrir að partífólk verði bara að vera þarna út vikuna. Það er bara fínt, þá þarf ég kannski ekki að fara til að taka til eftir partíið. ;-) Vona bara að allir séu með nóg brennivín.
Núna erum við, allar þrjár, ég og lappirnar, að bíða eftir að Rannsóknarskip komi úr sturtu svo við getum farið að glápa á Angel og haldast í hendur í sófanum. Og hlusta á hríðina.
Það er gaman að vera giftur.
13.1.07
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Hey - Angel! Ég er einmitt nýbúin að vinna mig í gegnum þrjár seríur :)
oh, en kósý. ég er einmitt farin að hlakka til að sitja í nýju sólstofunni minni og hlusta á vond veður og horfa á snjóinn safnast á þakgluggana. dásemdir í allar áttir
Skrifa ummæli