8.3.07

Lausnin var...

...Dharma og Greg. Þáttaröðin sem státar af besta vetrarólympíuleikaþætti allra sit-com-a.

Í dag var öðrum vorboða aflokið. Skólabæklingarnir eru farnir í póst! (Þeir sem ekki vita um hvað málið snýst hafa sennilega ekki áhuga á að vita það heldur.)

Þá eru bara eftir nokkrar frumsýningar, aðalfundir Hugleixins og Bandalaxins, og þar með er sumarið komið!

Síðan í árstíðadeyfð útlandanna þykja mér reyndar allar íslenskar árstíðir æði. Og öll veður. Sérstaklega síðan ég eignaðist fjölskylduna mína. Rannsóknarskip gerir allar árstíðir dásamlegar með nærvist sinni einni saman.

(Viðkvæmum velkomið að gubba. Eða gráta.)

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Aldeilis að lífið leikur við ykkur. Til hamingju (by the way, ég grét).

Nafnlaus sagði...

Já. Ég var alveg búin að gleyma þeim þáttum. Þeir voru æði!

(var nær því að gubba en gráta)

Nafnlaus sagði...

Úúúú... ég fæ þá bráðum bækling vona ég. Eða datt ég út af listanum?

Nafnlaus sagði...

Það fer eftir því hvenær þú varst síðast. Ef það eru meira en 3 ár borgar sig að fylgjast með á leiklist.is.

Siggalára