15.3.07

Í morgun

mætti ég frekar úldin í vinnuna. Stjórnarfundur í gærkvöldi og kjaftæði og bjór allt of lengi frameftir eftir það. Vika í frumsýningu, en þá langar mig jafnan að hætta öllu f***ing brölti, fara á námskeið í verðbréfamiðlun og koma aldrei framar nálægt neinu sem endar á -list.

Síminn á skrifstofunni var byrjaður að hringja áður en ég komst inn. Ég furðaði mig. Síminn hætti að hringja áður en ég náði honum. Byrjaði næstum strax aftur. Ég furðaði mig meira. "Hvað í veröldinni getur mönnum legið á, klukkan fimmmínútur í níu?
Ég náði loxins símanum, heyrði erindið, og áttaði mig.

Ofan á alla aðra geðveiki er fyrsti skráningardagur á Skólann í dag!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Alveg óvitlaus hugmynd hjá þér. Þetta tekur ekki nema einn vetur :)
http://www.ru.is/?PageID=1703

Nafnlaus sagði...

hmmmm - smoky poky púkinn hefur fylgt þér til vinnu - nú fæ ég samviskubit - eða ekki. Ég var hins vegar ónýt í dag - sennilega vegna sykursjokks gærdagins - greinilega ekki gott að blanda saman gulum M&M og möndlum.

Nafnlaus sagði...

HAHAHA!! Já... og ég er búin að skrá mig!