Það hringdi maður sem sagðist, orðrétt, "...langa svo mikið til að lesa Jóðlíf eftir Odd Björnsson."
Við smá leit og skoðun komst ég að því að Jóðlíf eftir Odd Björnsson er UNDIR 10 BLAÐSÍÐUM!
Þessar upplýsingar eru því aðeins merkilegar að maður hafi notið þeirrar vafasömu skemmtunar að vera við hátíðarkvöldverð á aðalfundi Bandalags íslenskra leikfélaga á Höfn í Hornafirði árið 2000.
12.3.07
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
8 ummæli:
Já ég man eftir því,,,,,,,,,það er hægt að hafa gaman af þessu svona lööööngu seinna en meðan á þessu stóð var þetta mjög pínlegt og það á hátíðarkvöldverð á aðalfundi Bandalags íslenskra leikfélaga, það er ekkert sem toppar það nema þá ef vera skildi leikritið sem var sýnt á haustfundinum á Sauðárkróki............gaman að því:) svona eftirá.....
Kv
Gunnar Halldór
Hér hljóta að hafa átt sér stað einhver mistök. Ef ég man rétt var handritið sem lesið var úr á Hornafirði vel á annaðhundrað blaðsíður.
Var þessi upphringing frá miðstöð ólæknandi bjartsýnissála? Sammála Herði með lengdina,- 160 bls minnst! Knús í kotið þitt og hlakka til að sjá þig á morgun!
Það er ómögulegt að hann hafi sagt Jólíf. Hann hefur líklega verið að biðja um Fljóðníð....
Fyrri færslan mín týndist - jæja, en það sem ég vildi sagt hafa er að ég tók það þannig að Jóðlífshandritið hefði legið undir öðru handriti upp á 10 blaðsíður. Og Hörður, þú hefur sennilega dottað á aðalfundinum í den, handritið er a.m.k. vel á þriðja hundrað blaðsíður - ef ekki fjögur hundruð;o)
Hahahahahahahahahaaaaaaaaaaaaaa og ekki orð um það meir
Ég sé að það er ástæða til að svekkja sig yfir að hafa ekki verið á þessum aðalfundi.
Berglind Steins
Það er... smekksatriði. En á ákveðnum tímapunkti voru viðstaddir frekar svekktir yfir að vera þar.
Siggalára
Skrifa ummæli