10.3.07

Neyzlan

Einu sinni fannst mér eitt það allraskemmtilegasta í heiminum að vera full. Sitja einhverstaðar og láta nikótín og alkóhól koma mér í blóðsstað og upplifa hvíld frá daglegu amstri og áhyggjum hversdagsins. Auðvitað var þetta aldrei nema skammgóður vermir. En vermir þó.

Undanfarin ár hefur ánægja mín af fylleríum farið minnkandi. Enn getur alveg verið gaman En þeir félagar "Böss og Hæ" eru hættir að mæta.

Það gerðist tildæmis um síðustu helgi, aldrei slíku vant, að ég "djammaði" bæði kvöldin. Á föstudegi fór ég á Food & Fun með Rannsóknarskipi og félögum. Skemmti mér konunglega. Fékk mér kokteila fyrir og eftir mat. Og var orðin sybbin klukkan 11 og fór heim að sofa. Seinna kvöldið fór ég í partí hvar mér dvaldist í 8 klukkutíma. (Þar af lennnngi í heitum potti!) Á þeim tíma drakk ég eina rauðvínsflösku. Bæði kvöld var mjög gaman þó geðveika ölvunarbössið væri fjarverandi sem endranær.

Það er ekki fyrr en í þessari viku sem ég er síðan að átta mig á í hverju þróunin liggur.Smám saman hef ég verið að ná stjórn á geðheilsu minni og lífi og nú er svo komið að ég óttast fátt við amstur hversdagsins, heldur á ég í stöðugu og ástríðufullu ástarsambandi við flest sem honum fylgir.

"Böss og Hæ" hættir að koma í heimsókn. Því þeir eru fluttir inn.

2 ummæli:

Þórunn Gréta sagði...

Haha! Þetta er nú það flottasta sem ég hef lesið lengi! Ég skammast mín ennþá pínu fyrir að þykja skemmtilegast af öllu að vera heima hjá mér á náttfötunum með kaffibolla og góða bók... en ég verð bara að venja mig af því. Þetta hljómar amk. töff þegar þú segir það :D

Nafnlaus sagði...

Já, hamingjan. Ég veit að ég klifa dálítið á þessu. Og frá öllum hliðum. Þetta er bara sennilega það merkilegasta sem hefur komið fyrir mig.
Siggalára