26.4.07

Ferðamannatíminn er hafinn!

Hjálpaði villtum ferðalöngum að finna Laugaveg og Aðalstræti á leiðinni í vinnuna í morgun.

Í gær frömdum við Freigáta líka einstaklega þarft vorverk. Húsfélagið í húsinu okkar á nefnilega trampólín. Við Gyða tókum okkur til, í gær, og púsluðum því öllu saman. Þ.e., ég púslaði, á meðan hún reyndi að komast upp með að smakka á öllu sem hún fann. Þar á meðal var nagli, spýta, nokkrir steinar og ánamaðkur. (Kannski Tryggvi? Ég var allavega að huxa um að kenna henni "Stíga og snúa." Þessi var bara fyrir þá sem sáu Epli og eikur.)

Allavega, upp komst trampólínið og síðan gerði ég þau mistök að leyfa henni að labba á því. Það fannst henni mjöööög gaman. En mér fannst það mjöööög hættulegt. Ég hélt í hana allan tímann, en var samt alvarlega að huxa um að senda barnaverndarnefnd á sjálfa mig.

Hjól Smábáts fer í langþráða viðgerð í dag og huxanlega er fjölskylduferð í Vesturbæjarlaugina á prjónunum.

Það er komið sumar!

3 ummæli:

Berglind Rós sagði...

Það er trampólín í garðinum fyrir aftan okkur og Rósa og vinkona hennar fengu leyfi til að hoppa þar í gær. Svo heyri ég ógurlegt öskur, hleyp út, sannfærð að sjálfsögðu um að nú hafi einhver stórslasast á trampólíninu. Neinei, þá hafði Rósa bara dottið um sjálfa sig hérna úti á pallinum (og meitt sig alveg töluvert). Það er bara hættulegt að vera til þegar maður er lítill, það þarf ekkert trampólín til :-P

Nafnlaus sagði...

LOL akkúrat sem mér finnst... trampólín eru svo "hættuleg".. allavega þegar börnin manns eru á fullri ferð í þeim (jæks). Ekkert trampólín hér á bæ næstu árin allavega! Skæruliðarnir hér á bæ slasa sig alveg nóg við að hlaupa bara á hurðir í öllum æsingnum við að elta hvern annan *dæs*

Nafnlaus sagði...

Nei ... nei, ekki kenna henni að stíga og snúa á Tryggva.

Berglind Steins