Ekki gengur nú þrautalaust að finna hottspotta hér í Frankaríki. Internetið sem ég stal um daginn, entist mjög stutt, ég hef ekki fundið það aftur, Nú er ég á "formlegu" internetkaffihúsi með hottspotti, skemmst frá því að segja að kaffið er ömurlegt og þjónustan sökkar. Jæjajæja.
Við höfum það annars prýðilegt. Í dag og gær er búið að vera hálfgert skítaveður, sem við höfum notað til að versla þvílíkt. En svo á að fara að hlýna aftur, svo þá förum við nú að huxa okkur til strandanna, sem við erum ekki enn farin að gera. Qnnars eru allir frekar hamingjusamir, Smábáturinn varð 11 ára um daginn og fékk ferða DVD-spilara, glóðvolgan úr fríhöfninni í afmælisgjöf. Þar með er hægt að horfa á þrennt DVD í einu heima hjá okkur. En yfirleitt er bara tvennt í gangi þegar við erum þar, Barbapapa á frönsku (sem Freigátunni áskotnaðist um daginn) og Simpsons (sem Smábátur kann utanað, fjárfesti samt í og situr dáleiddur fyrir framan, löngum stundum.)
Ætlaði að reyna að setja inn myndir, en það virðist ætla að taka rúmlega eilífðina, svo ég reyni aftur ef ég finn kaffihús með heitari reit. Best að fara að leita afganginn af fjölskyldunni uppi, þau fóru í Pólígonið (sem er verslanamiðstöð) og vissara að stoppa þau áður en heimilið verður gjaldþrota... eða... skemmtilegra að taka þátt í að gera heimilið gjaldþrota.
Bonnsvarrei!
26.6.07
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Þú mannst hvað sálfræðingurinn sagði. Bara 20 mín fyrir framan sjónvarpið. Þótt Barbapapa sé á frönsku telst það ekki sem tungumálakennsla fyrir 1 1/2 árs.
20 mínútur!!! Sálfræðingurinn hefur greinilega aldrei verið heima með veikt barn dögum saman ;-)
Vona bara að þið fáið ekki hitabylgjuna sem hefur verið í Grikklandi og fleiri löndum Evrópu þar sem hitinn fór hæst upp í 46 gráður og er mesti hiti í 120 ár!
skemmtið ykkur vel ;)
Hæhæ gaman að sjá að þið hafið það gott þarna úti :o) Annars er mitt erindi hér að athuga hvort þið Árni opnið kannski tölvupósta þarna úti því leikfélagið Sýnir á eitthvað vantalað við ykkur ;o)
Þess vegna megið þið endilega senda mér, jla1@hi.is, emil af emilum sem þið notið svo ég geti sent ykkur smá pælingar :o)
Geim í að minnsta kosti það?
Hafið það svo bara sem best :o)
Látið fara vel um ykkur þarna í Frankaríki. Ég hef heyrt því fleygt að konur þar í landi séu rýrar í meira lagi og ekki úr vegi að þér flytjið eitthvað af þeirri rýrnun heim á klakann. Ekki veitir af.
Ég tel mjög mikilvægt að börn samtímans horfi mikið á sjónvarp, það kennir þeim siðfræði. Ekki eru þau í kirkjum og fremur sjaldgæft að húslestrar séu í boði. Barbapabbi er Guð hinn nýrri í samfloti með Stubbum og fjelögum.
Tek undir með Spunkhildi. Fimm tíma sjónvarpsáhorf er algjört lágmark fyrir smábörn. Daglega.
Annars er ég sjálf nýkomin frá útlöndum og alveg fullsödd af hita og raka. Sólbrann illa í Bolungarvíkinni í dag svo að ég býst við að ég hefði getað sparað mér 500þúsundkallinn og verið heima bara.....
Sigga mín. Stærð átján er bara fyrir kéllingar. Þegar börnin verða orðin þrjú og þú búin að öðlast "hefðbundið vaxtarlag" þá verður þú kannski svo lánssöm að "komast í" stærð 24!!!
Skrifa ummæli