9.8.07

En hvers vegna ertu svona reið?

Spurði Dr. Phil konuna sem öskraði alltaf á manninn sinn og börnin sín og sagði þeim að þau væru hálfvitar og öjmingjar. Áður en hún kynntist þeim hafði hún víst bara öskrað svoleiðis á annað fólk. Þannig að ástæðan var greinilega ekki sú að maðurinn hennar og börnin væru hálfvitar og öjmingjar.

Ég nöldra. Aðallega inni í mér, samt. En á flestum tímapunktum er ég búin að finna mér eitthvað til að pirrast yfir, hafi ég ekkert betra að gera. Eitthvað til að lesa yfir hausamótunum á einhverjum sem mér finnst vera fáviti, þá stundina. Ef mér text ekki að finna neitt slíkt í nánasta umhverfi, er pólitíkin og samfélaxmálin ágætisuppbót. Ég veit ekki hvað ég geri við pirrið t.d. þegar hún Hillarí tekur við í hvíta húsinu. Ætli maður verði ekki bara að ganga í Seivíng Æsland?

Nei, í alvöru. Þessi spurning hans Doktors Pilla varð mér mikil vakning. Af hverju ætli ég sé alltaf svona pirruð inni í mér? Hmmm... mér er reyndar eiginlega alveg sama af hverju, en ætli ég geti hætt því ef ég reyni? Orðið alltumfaðmandi hamingjusamlega hamingjusöm alla leið innúr með broshrukkur og jákvætt hugarfar handa öllu og öllum (þó þeir séu fávitar) ?

Ég allavega reyndi pínu og fékk fljótlega bara hugmynd að flunkunýju leikriti sem ég ætla að skrifa í ágúst. Það tengist þessu ekki neitt og það er leyndó hvað það er um. Og þegar ég ætla að fara að pirrast við sjálfa mig yfir að einhver sé fáviti, í ágúst, þá ætla ég bara að huxa um leikritið, sem á að verða skemmtilegt og allt.

2 ummæli:

Gummi Erlings sagði...

Ekki spurning: The Secret, alveg eins og Þorgrímur Þráinsson. Þá ferðu kannski loksins að skrifa almenninleg leikrit með rómans og happí endíng og áróðri gegn tóbaksreykingum.

Elísabet Katrín sagði...

Það leiðinlega við pirring út í allt og alla...er að hann böggar bara mann sjálfan en ekki allt og alla, hvað þá Hillarí ;) they dont give af fuck!
Hlakka samt til að sjá leikritið þitt óskrifaða ;)