12.12.07

Ókeiókei

Hlutirnir í samhengi. Hitti ljósmóður í dag. Eitthvað leist henni ekki á hjartsláttinn í Ofurlitlu Duggunni og sendi mig í mónitor. En þar virkaði allt í ljómandi fínu lagi.

Allavega, ritgerðir smitgerðir, skítt með akademíuna, það er þó allt í góðu lagi með barnið.

Aðrar hverjar fimmínútur finnst mér ég vera að skána. Ætla að reyna að komast með Freigátuna í leikskólann í fyrramálið, fyrir eigin vélarafli. Líður enda best þegar ég er á ferðinni. Það eina sem ég get hreint ekki ennþá er að sitja við tölvuna af einhverju viti. En ætla nú samt að gera heiðarlega tilraun á morgun. Og svo skal eyrnalæknirinn fá að skrifa feitt vottorð á föstudaginn sem afsakar allt sem ég hef nokkurn tíma ekki gert.

Svo mar á kannski ekkert ógurlega bágt, í stórveraldlegu samhengi.

1 ummæli:

Siggadis sagði...

Æji, ástin mín - batningakveðjur frá hinni bumbunni :-)