13.12.07

Mjakast

Þýðingafræðikennarinn minn er dúlla. Hún gaf mér vikufrest á ritgerðinni gegn framvísun læknisvottorðs. Og í dag er ég farin að geta ritgerðað ponkulítið. Ef ég sit stutt fyrir framan tölvuna og geri síðan eitthvað annað lengi. Er búin að fá mér langan göngutúr og eina langa laggningu og næst þegar ég þarf að hreyfa mig að planið að taka til í einum og einum fataskáp.

Smábátur er að fara í ammli, Rannsóknarskip situr sveittur í sínum skóla og fer yfir verkefni og próf, og Freigátan er í næstsíðustu vikunni á leikskólanum fyrir jól! Garg! Hvert fór tíminn?

Smábáturinn fer norður um helgina (ef veður leyfir, það er víst von á enn einum storminum) og Rannsóknarskip er með mikil plön um jólahreingerningar. Við Freigáta erum með mikil plön um að reyna að vera ekki mikið fyrir.

En, þetta gengur víst ekki. Einn, tveir og.... eitthvað

Engin ummæli: