Þegar heim úr þeirri ferð kom gerðust þau undur og stórmerki að síminn minn hringdi tvisvar í röð. En hann hefur ekki hringt vikum saman. Bæði símtölin áttu erindi við Verðlaunaskáldið. Ójá, tíðkast nú stóru skærin og stefnir í innrás, útrás og heimsyfirráð.
Það er sumsé ljóst að maður þarf að fara að grípa réttri hendi í rassgatið á sér, eða kannski bara báðum, og reyna að fara að gera eitthvað. Ég huxa að það væri jafnvel geðbólguhamlandi.
Fyrst á daxkrá verður að fara að haugast á lappir með öðrum fjölskyldumeðlimum. Hraðbátur hefur nefnilega þann sið að sofa alla nóttina en vakna um sjöleytið til að borða. Svo sofnum við ævinlega aftur og vöknum ekki fyrr en tuttugu mínútur í ellefu. (Á mínútunni. Ævinlega.) En ég get alveg lært og skrofið smá fyrir hádegi ef mér tækist að rífa sjálfa mig upp þarna eldsnemma en láta stubb sofa áfram.
Gerð verður tilraun, fyrramáls.
2 ummæli:
Sá að þú varst að vandræðast yfir Valentínusardeginum.. þ.e. hvað þú gætir gert næst, annað en að gefa bóndanum pizzu, ég vanaði minn fyrir þremur árum og síðan þá hefur hvorugt okkar munað eftir Valentínusardegi. Þjóðráð.
Ylfa, eða eins og blogger segir: Hgama!
Verðlaunaskáld - það finnst mér alltaf hljóma vel. Þú ert bestust.
Hrafnhildur
Skrifa ummæli