20.5.08

Arg!

Ég ætti að vera að taka til hérna. Það er ennþá eins og eftir sprengjuárás og þungfært inn í flest herbergi. En röðunaráráttan er að fara með mig. Úr bókaskipulögnum lenti ég í DVD-skipulagnir og þaðan í myndasafnið í tölvunni. Og hef þar með algjörlega yfirgefið sjáanlega tiltekt. En myndamál eru stödd í langtímavandamáli.

Átján mánaða birgðir af myndum bíða prentunar. Mér finnst best og þægilegast að láta hann Hanspétursson bara sjá um þau mál fyrir mig.

En.

Myndirnar eru í gíslingu í makkanum. Það sem ég hef valið til prentunar telur nú 1,52 GB. Makkinn talar ekki við framköllunarsendingarforritin af hanspedersen.is. Og Safari talar ekki við Safnið hjá Símanum. Ég ætlaði að senda myndafarganið yfir í PC til að geta notað annaðhvort, en, ég finn ekki útúr því, hvernig sem ég leita, hvernig ég zippa dæmið í makkanum. Og ég nenni ekki að tutla þetta í gegnum pósta í einhverjum smáskömmtum.

Svo fékk ég þá snilldarhugmynd að brenna þær bara á disk,

En.

Á ekki nógu stóran disk.

Ég held að dagurinn fari bara í þetta...

Fyrir svo utan að þegar mér text að láta prenta þessar umþaðbil þúsund myndir, þá á eftir að raða í albúm. Til er eitt til tvö tileinkuð hverju barni og raðað er í eftir mismunandi reglum kúnstarinnar, og fyrirliggjandi eru ýmsar samsetningar til að færa ömmum og frænkum.
Úff. Spurning um að gefa bara út eina myndabók árlega, lítið með vandlega völdum myndum, og láta fylgja jólagjöfum til amma og frænkna, ár hvert.

Hei, þetta var góð hugmynd! Og alveg framkvæmanleg!
(Sagði konan sem nennir ekki einu sinni að senda jólakort.)

Engin ummæli: