Ég er ennþá alveg eins og aumingi og við Hraðbátur hóstum í kór. En ég nenni ekki að fara með hann í einhverjar pestanámur í þessu ástandi. Er ennþá að vona að við bötnum af sjálfum okkur. Sem er kannski bjartsýni þar sem við erum búin að vera veik lengst, eða síðan á mánudag.
Smábáturinn ætlaði að vera í einhverju kirkjustarfssulli um helgina, en því var aflýst svo hann var sendur norður með engum fyrirvara í gær og ætlaði að vera viðstaddur þriggja ára afmælið hennar Kamillu systur sinnar í dag. Hann sleppur þá vonandi við þessa pest líka.
Og svona höfum við það nú, síðustu helgina okkar í Reykjavíkinni þangað til einhvern tíma í ágúst. Hóstandi og frísandi yfir júróvísjón. Um þá næstu verður brunað vestur á firði á ættarmót, svo þá er nú eins gott að allir verði orðnir frískir og hraustir. Helgina það á eftir er síðan planið að Smábátur verði kominn norður, Rannsóknarskip í Svarfaðardalinn að læra leikritun og ég með ormana austur.
En nú held ég við þurfum að panta pensíllín á línuna. En vonandi það síðasta á þessum vetri.
4 ummæli:
Ja hérna, þetta er ekkert venjulegt pestafargan sem hefur heimsótt ykkur í vetur. Vona svo sannarlega að þetta sé endirinn.
En varðandi síendurtekna streptokokka, er einhver á heimilinu sem hefur aldrei farið í tékk? Það er nefnilega hægt að hafa einkennalausa streptokokka en smita samt. Þegar þannig er ástatt dugir ekkert fyrir þann veika að fara á pensilín nema sá einkennalausi finnist og sé meðhöndlaður.
Kveðja frá Jonathan
Já þetta eru mikil veikindi á ykkur, þú skrifaðir minnir mig um myglu inn á baðherberginu ykkar fyrir nokkru síðan, kannski ættir þú að láta skoða það? það gæti verið um myglusvepp að ræða hann fer í öndunarfærin og veldur veikindum, en vonandi batnar ykkur fljótt og hafið það voða gott kæra fjölskylda.
Omega 3-6-9 og svo hvítlaukstöflur! Drífa sig í heilsuhornið og koma ónæmiskerfinu í stuð ;) Látið ykkur nú batna fljótt og vel og hafið það sem best :) kveðja úr sólinni :)
Nei, allir hafa látið tékka á streptum. En það er bara Árni sem fær svoleiðis aftur og aftur og það ku vera vegna handónýtra hálskirtla sem á að taka í sumar.
Og hann er búinn að vera að éta Omega 7-9-13 og hvítlaukstöflur, ástandið hefur skánað, en þá tóku hálskirtlarnir við. En hálsnefog eyrnalæknirinn er að reyna að finna tíma fyrir hann í hálsskurð í sumar.
Myglan sem kom með þurrkaranum hefur ekki látið á sér kræla aftur, eftir að ég fann einhverja áður óþrifna rist í þurrkaranum svo hann hætti að "raka" eins og hann gerði.
Og Freigátan hætti við að fá almennilegan hita, er ekki einu sinni með hor, svo nefkirtlaleysið virðist vera að gera gagn hjá henni.
Ég sjálf er búin að sleppa nokkuð vel, en oft sest hann flensuður í lungun á mér. Mér finnst mjög líklegt að það sé mjög einföld ástæða fyrir því. 12 ára hamslausar reykingar sem lauk ekki fyrr en fyrir 3 árum... Amm, maður grefur sér víst grafir...
Skrifa ummæli