Við Hraðbátur hófum daginn á því að sofa yfir okkur og þurfa að hlaupa í jóga. Svo ráfuðum við heim aftur og fengum fullt af sætum stelpum í heimsókn. Ég ætla að birta myndir af því um leið og ég nenni að setja þær inn í tölvuna. En núna eru harðsperrurnar eftir morgunskokkið með barnavagninn upp í Borgartún að byrja að gera vart við sig, svo ég nenni alllllls ekki að leita að snúrunni. Takk fyrir komuna, stelpur, þetta var algjört æði hjá okkur!
Á morgun á ég að skila ritgerðinni minni. Rannsóknarskip er að lesa hana yfir. Ég er skíthrædd við hvað hann virðist vera að gera það vel. Hann er bara búinn að segja að hún sé löng... það lofar nú ekki góðu. Ég hef áhyggjur af að ég þurfi að setja meira "fræð" í hana. Og því nenni ég síst. Er samt búin að taka til einhverja tíu doðranta til að plægja í gegnum í fyrramálið, og gá hvort ég finn eitthvað sem ég get tengt Hugleikrænni leikritun. Einhverjar hugmyndir? (Er búin að blóðmjólka póstmódernismann, held ég.)
Svo að, eftir morgundaginn verð ég komin í sumarfrí... og þá fyrst fer nú að verða mikið að gera!
2 ummæli:
Fuss og svei. Kann enga fræði. Ágætur í framkvæmd samt. Sennilega meira að segja orsakasamband þarna á milli.
Örugglega fínt hjá þér.
Jah, fyrst þú segið það... þá er þetta örugglega tilbúið til sendningar, bara. Lét Rannsóknarskip renna sín haukfrána prófarkalestrarauga yfir herlegheitin í gærkveldi og er búin að laga allt sem hann gerði athugasemdir við, og búin að fara í gegnum allar tilvísanir (46! geri aðrir betur á 17 blaðsíðum!) og passa að það sé punktur á eftir þeim öllum og líka á eftir öllu í heimildaskrá. Mikið atriði.
Nú er bara samviskuspurningin, þar sem ég á að skila í tölvutæku, ætti ég að senda þetta núna, eða bíða þangað til í kvöld, eða gera það sem mig langar mest, að prenta þetta út og skila þessu líka á prenti, til þess að flotta uppsetningin mín fokkist nú örugglega ekkert upp... Sennilega ýkt gáfulegt.
Skrifa ummæli