Svo er Óskastundin hennar Gerðar G. í útvarpinu. Í þeim þætti eru jafnan spiluð mörg, skemmtileg lög, og eiginlega alltaf eitthvað sem minnir mann á Leiklistarskólann í Svarfaðardalnum. Í dag er ég búin að heyra lag sem ég heyrði fyrrverandi skólastýrur stundum syngja, eitthvað, Vorið kemur, heimur hlýnar... og þannig. Í þessum þætti heyrir maður líka reglulega Svarfaðardal, stundum Vel er mætt, Næturljóð úr Fjörðum og fleira og fleira bandalískt. Alltaf arfagóð byrjun á föstudeginum þegar ég man eftir að hlusta á þennan þátt.
Og nú ætla ég loxins að byrja að skrifa söguna af því hvernig ég varð næstum innfæddur Hugleikari, en samt ekki.
1 ummæli:
Sunnan yfir sæinn breiða
sumarylinn vindar leiða
draumalandið himinheiða
hlær og opnar skautið sitt
vorið kemur, heimur hlýnar
hjartað mitt.
Gakktu útí græna lundinn
gáðu fram á bláu sundin
mundu að það er stutt hver stundin
stopult jarðneskt yndið þitt
vorið kemur, heimur hlýnar
hjartað mitt.
Allt hið liðna er ljúft að geyma
láta sig í vöku dreyma
sólskinsdögum síst má gleyma
segðu engum manni hitt....
vorið kemur, heimur hlýnar
hjartað mitt.....
Rifjast þetta upp fyrir þér núna elskan??
Ylfamist
Skrifa ummæli