15.6.08

Eins gott að það er sumar

og enginn nennir að lesa blogg. Er að standa mig þvílíkt illa. Og nú koma aðeins punktar.
- Soffía mús á tímaflakki var frumsýnd í gær og líkaði okkur höfundum forkunnarvel. Og höfum vér þegar lagt drög að frekara samstarfi... sem reyndar var áformað áður en þetta samstarf kom til. Fórum út að borða á Seyðisfirði með FrúNormu-fólki og tókum Hraðbátinn með. Það var ljómandi gaman.

- Ók í dag sem leið lá í Brekku í Eyjafjarðarsveit til fundar við Rannsóknarskipið og hans fjölskyldu. Höfum heimt hann af bandalaxskólanum með belaða tá en hressan í anda. Er búin að horfa á upptökur af leikritunum sem hann skrauf og leikstýrði og ætla að sjá hitt við tækifæri. Er ennfremur búin að skipuleggja ferð á 6&The City með mágkonu minni annað kvöld og hlakka gífurlega til.

Og nú er ég þvílíkt að njóta þess að láta föðurfólkið huxa um gemlingana mína fyrir framan fótboltann á meðan ég sit fullkomlega úrbrædd við tölvuna. Skil ekki hvernig einstæðar mæður halda geðheilsunni. Höndla varla 10 daga grasekk þó ég hafi eina þrjá til aðstoðar.
Dreymir um langt bað og svona 8 tíma svefn. Bið ekki um meira. Svo ég sofni nú ekki í bíóinu.

En Adam verður ekki lengi í þessari paradís. Á miðvikudaginn förum við aftur austur í grasekkið og Rannsóknarskip suður í hálsskurð. Hann verður í um viku að jafna sig. Það liggur við að ég panti Sissú frænku bara austur strax þegar hún kemst... En hún er hroðalega dugleg fjórtán ára frænka mín að vestan með barnfóstruduld sem ætlar að koma til mín í smá "orlof" og passa gemlingana mína einhverntíma í lok júní.

Jæja, bezt að fara að láta Freigátuna telja kindurnar sem Sverrir fö neitar að reka úr túninu, og vita hvort hún sofnar ekki.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég er sko meira en til í að fá hjól með barnastól að láni. Magnús B. er afbragðs hnakkaskraut til að setja í stólinn;), er hægt að nálgast gripinn þegar þú ert á flandri alla daga um sveitir landsins?
kv Jódís

Nafnlaus sagði...

1000 þakkir kæra vinkona fyrir þetta kostaboð:) Við sækjum gripinn um næstu helgi! Nú skal sko kaloríum sólundað:):)
Kveðja Jó og Co

Berglind Rós sagði...

Heyrðu nú kafna ég úr forvitni, ég verð að fá að vita hverjir eiga óþekku strákana ;-)

Unknown sagði...

Ég skil ekki heldur hvernig einstæðar mæður fara að. En ég hef sterkan grun um að frystikistur og sjónvörp eigi þar stóran hlut að máli.