19.6.08

Jább

Það er ennþá geðveikt að gera bara. Rannsóknarskip fór í hálsskurðinn í dag. Getur víst eitthvað takmarkað af neinu. En ég á von á honum austur einhvern tíma í næstu viku, en þarf að fara vel með hann. Líklega eins gott að ég er að fá aðra duglega vinnukonu á sunnudaginn, í viðbót við Báru syss, sem er komin og hefur verið reglulega iðin við að hafa ofan af fyrir Freigátunni.

Já, við erum semst komin austur aftur. Keyrðum í gær og höfðum Rannsóknarskip meðferðis og sendum hann svo með flugi héðan. Hann gat þá aðeins gáð inn í íbúðina sem við verðum líklega flutt inn í þegar hann kemur.

Og, síðasta sýningin af Soffíu mús á Egilsstöðum verður á sunnudaginn. Eftir það verður hún á einhverjum bæjarhátíðum... veit ekki hvenær eða hvar. En nú er ég orðin svo reglulega fátæk að ég ætti kannski að fara að byrja að semja um hvað ég ætla að fá fyrir hana... já mar er rólegur.

Og þegar ég verð nú búin að fá allt þetta vinnufólk og Rannsóknarskipið í kaupbæti get ég líklega farið að sinna verkefni sumarsins og boða Glettingsfund. Og fara að vinna í honum. Ég hef huxað mér að hafa hann svona bara eins og hverja aðra vinnu og vera í honum fyrir hádegi. Nema það sé geðveikt gott veður. Sem ég sé nú ekki fram á að gerist í sumar. Það er haugarigning til skiptis við slyddu og hitinn þetta rétt uppúr frostmarki. 
Veðurblíðan á Egilsstöðum er oftast alveg sönn... nema á fimm ára fresti. 
Eins og 1993... og 98. Og 2003... maður hefði nú kannski átt að byrja á að reikna aðeins, áður en tekin var ákvörðun um sumarsetu?

2 ummæli:

Siggadis sagði...

Great - og við á leiðinni austur í ,,veðurblíðuna" :-/

Nafnlaus sagði...

hurðu - hvað er glettingur? (fyrir utan austurland að...)

oddur