8.7.08

Getur VIRKILEGA verið að það sé EKKI TIL frosinn saltfiskur?!

Spurði kona úti í Bónus í gær. Djúphneyksluð.

Ég hef mikið verið að velta fyrir mér hvað gerist þegar tæknivæðing nútímans verður fyrir áfalli.

Ég hugsa að saltfiskkonan verður ein þeirra fyrstu til að svelta í hel. Ásamt öðrum þjónustufrekjum sem finnst bara ALVEG SJÁLFSAGT að það sem MANN VANTAR sé TIL!
(Brot úr öðru samtali, líka úr Bónus.)

Ef siðmenningin líður nú undir lok, svo sem eins og hún hefur gert áður og getur alltaf gert aftur, hvernig ætla menn að fara að því að lifa af ef þeir geta ekki einu sinni hnikað kvöldmatnum til ef það sem þeir voru búnir að ÁKVEÐA er ekki til? 
Kannske verður bara EKKERT til!

Ég ætla svo að skrifa leikrit sem gerist eftir endalok siðmenningarinnar. Þ.e.a.s, ekki stórslysaleikrit um hvað gerist. Mér er alveg sama um það. Heldur hvernig menn hafa það þegar lífið verður aftur orðið "venjulegt" á eftir. Þegar rafmagnið verður ekki lengur aðgengilegt. Olían búin og samgöngur engar. Afturhvarf til einfaldari tíma. Allar nútímagræjur verða orðnar gagnslaust drasl. Eða kannski nýttar til allt annars en upphaflega var ætlað.

Spennandi tímar... en kannski verða nú einhverjir pirraðir og gamla fólkið mun tala fjálglega um gömlu góðu dagana sem aldrei fyrr.

Ætti kannski ekki að láta þessa hugmynd liggja svona fyrir hunda og manna fótum, en Andri Snær segir að margri fái hvort sem er alltaf sömu hugmyndina í einu. Og þegar einhver annar verður búinn að skrifa þetta leikrit, get ég flett upp í blogginu mínu og SANNAÐ að ég fékk hugmyndina FYRST. 

Hihi.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta leikrit er til og heitir "Maður og kona". Það þarf bara sögumann í byrjun sem segir: "Þetta er saga þriðju kynslóðar eftir kjarnorkuveturinn." Ég get leikið Sigurð bónda í Hlíð og Séra Sigvaldi er sjálfvalinn.

Jón Gunnar

Sigga Lára sagði...

Já, kannske við gætum meiraðsegja fengið Sigvalda til að halda skegginu, ef snarlega er brugðist við... Ég held hann megi raka sig í dag.

Nafnlaus sagði...

Ahh! Ég sem var einmitt búinn að skrifa svona leikrit. Bara ekki búinn að sýna neinum það. Best að henda því.