23.7.08

Sumarið er komið!

Egilsstaðablíðan loxins mætt. Eins og hún var ALLTAF þegar ég var lítil. Hitti tvo nágranna meðan ég var enn á náttfötunum í morgun. Og ritstýrði yfir limgerðið. Freigátan var á sama tíma búin að heimsækja þrjá, þar af tvo hunda.

Fórum í gær út í Hallfreðarstaði og hittum ættingja af öllum stærðum og gerðum. Hittum líka þrjá hunda og heilmargar kvígur, Freigátunni til mikillar hamingju. En henni þótti nú verra þegar hjörðin var stoppuð á leiðinni til hennar. Hún var búin að standa og kalla: Kussur! Komdu! Á meðan einar 20 hraðskreiðar ungbeljur nálguðust á ógnarhraða. Upprennandi kobboj.

En sökum verðurblíðu verður stoppið í kjallaranum stutt í dag. Þess í stað verða stunduð vettvangsritstjórn og heyskapur í garðinum í kringum leiguhúsið okkar.

Engin ummæli: