21.7.08

Betublíðan

Það brast á með góðviðri um helgina, eins og jafnan þegar Elísabet mágkona lætur sjá sig á Austurlandi. En það var gestkvæmt hjá okkur, áðurnefnd Elísabet mætti á svæðið með yngri son sinn sem og Jón Rannsóknarskipsbróðir og Kathleen konan hans. Það þurfti að túristast nokkuð. Við skruppum á Borgarfjörð Eystri í glaða sólskini og röltum upp á Álfaborgina með börn og buru. Skoðuðum líka kirkjuna og komumst að því, við eftirgrennslan vegna gríðarlegs mannfjölda sem okkur sýnist vera í bænum, að í gangi væru þrjú ættarmót. Og ég sem hélt að það væru bara tvær ættir í Borgarfirði Eystri...

Í gær hélt síðan fólk heim til sín, en ekki þó fyrr en búið var að koma við á Skriðuklaustri og gúlla í sig af hádegisverðarhlaðborðinu. Helmingurinn af liðinu var síðan á jeppa og ætlaði yfir stíflu og niður í Jökuldal hinumeginfrá. Sem sagt, mikið ferðast um helgina.

En nú er runnin upp næstsíðasta vikan sem ég er hér á Egilsstöðum við ritstjórnarstörf! Jemundur minn og allur andsk. eftir.

Einntveirog vinna.

Engin ummæli: