4.8.08

Óver end...

Er alveg á síðasta klukkutímanum. Búin að svæfa Hraðbát og sé hann kannski ekki aftur fyrr en eftir viku!! Og á nottla ekki betra skilið fyrir að hafa gleymt afmælinu hans í gær. (Hann varð 6 mánaða þá, án þess að nokkur tæki eftir því.

Tölvan verður eftir heima í þessari ferð. En þar sem mér finnst alveg bráðnauðsynlegt að skrifa niður bráðabirgðarýni á allar sýningar á svona hátíðum þá hef ég fjárfest í forláta glósubók og penna, og hvurutveggja verða höfð meðferðist og huxanlega birtur úrdráttur úr hátíðardagbók síðar. Svo er nú hefð fyrir að Leikfélög haldi úti ferðadagbókum á svona ferðum, en á því krælir hvergi á vefjum Hugleix eða Leikfélax Kópavox í þetta sinn. Vonandi man einhver eftir sollis á síðustu stundu. Ég nenni ekki að gera neinum viðvart.

Farin að stunda síðustu klukkustundina sem fjölskyldumóðir fyrir lengri pásu en nokkru sinni fyrr! Íks.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Rétt er að leiðrétta það að hvergi sé að finna dagbók fyrir Ríguferðina. Hún er hér:

http://hugleikur.is/dagbok.php?id=21

og bingóspilararnir þegar byrjaðir að blogga þótt þeir séu varla komnir í loftið.

Sigga Lára sagði...

Ó. Kúl. Sá bara ekki frétt.
Best að lesa hvað við erum að gera áður en mar fer til Kefló.

Siggadis sagði...

Góða ferð mín kæra! Hev fnu!