Í framhaldinu þykir mér ekki ólíklegt að sýnt verði eitthvað af Múmínálfunum, jafnvel nokkrir þættir af Kalla á þakinu og svo jafnvel Barbapapa á frönsku. Annars lætur sýningarstjóri ekkert uppi um áform sín fyrir það sem eftir er dax, heldur heimtar bara það sem andinn blæs henni í brjóst, þegar hverri mynd lýkur.
Hraðbátur er farinn að fá sér lúr og Móðurskip heldur að hún sé jafnvel að fá einhverja flensu og er búin að vetrarstilla alla ofna í húsinu og fá sér allavega þrjá kaffibolla. Það nefnilega gengur ekki þar sem Rannsóknarskip og Smábátur ætla norður í land í dag. Við verðum því hér ein og hjálparvana fram á sunnudag.
Og í dag ætla ég að rannsaka hvernig er að mæta fullkomlega ólesinn í málstofutíma!
2 ummæli:
Djöfuls dugnaður er þetta í kvikmyndaáhorfi. Eftir að ég er búinn með eina mynd get ég ekki meira og verð að fara að gera eitthvað.
Þetta hlýtur að vera áunnin geta, en ekki erfð :)
Reyndar ekki hægt að segja að menni sitji við... Þetta er bara á á meðan allir eru meira og minna að gera eitthvað annað. ;-)
Skrifa ummæli