27.10.08

Allt. Næstum allt.

Errðetta ekki týpískt? Eina helgina ákveður maður að sleppa örlítið fram af sér beislinu og fara í leikhús og á syngjandi fyllerí, sem maður þyrfti ennndilega að fá smá tíma til að jafna sig á, en þá brestur á með öllu í heiminum. Glettingur kominn úr umbrotinu og nú langar mig að klára hann og koma honum út í einum grænum og hvínandi hvelli.

Svo fór ég einhvern veginn afturábak inn í leikstjórn í Hugleixprógramminu sem er um helgina (og ég þarf að plögga í sér pósti) ásamt því að vera í einhverjum undarlegheitahóp sem leikur sér á milli þátta. Er reyndar bara með örstuttan "bekkett" eftir sjálfa mig og ætla að hanna hann á 45 mínútum í dag. En það er nú alveg hægt að verða stressaður yfir því, ef maður vill. Líka hægt að stressa sig yfir því að Hugga móða þarf að passa sem aldrei fyrr, við hjón þurfum bæði að vera á rennslum (Rannsóknarskip reyndar ekki nema að hluta til) á miðvikudax- og fimmtudaxkvöld.
Yfir því er nú ekkert mál að verða illa samviskubitinn og fá kvíðaröskun.

Sem betur fer þarf ég ekki margt að gera í þessari viku. Ja, nema lesa Lér konung. Og Skugga-Svein. Og helst komast yfir handrit að leikgerð Ágústu Skúla á því verki, líka. Og lesa það og ákveða hvaða vinkil ég ætla að brúka í ritgerðinni. Arrrg... líka alveg hægt að láta líða yfir sig af verkfælni yfir þessu líka.

Annars er Rannsóknarskip í vetrarfríi í dag og Freigátan með smá hor þannig að hún fékk að vera heima að tjilla. Og ég er bara búin að hanga í tölvunni, Glettinga og leika mér og er að hlusta á Jólaævintýri Hugleiks. Sem er alls ekki jólaplata nema að mjög litlu leyti.

Jámjám.
Ást er fyrir hálfvita og kynvillinga...

3 ummæli:

Hugrún sagði...

Vill svo heppilega til að ég er á leið í vetrarfrí þ.a. ég er laus miðvikudagskvöld og einnig á fimmtudagskvöld fyrir utan á milli sjö og átta tuttugu en þá er ég í spænskunámi.

Ásta sagði...

Hah! Ég slysaði einmitt til að hlusta á allt Jólaævintýrið í síðustu viku. Það hefur bara alls ekkert elst illa. Er nú ennþá ákveðnari að sparka í rassa og láta klára klippingar fyrir jól svo hægt verði að "screena" herlegheitin fyrir fólk.

Sigga Lára sagði...

Ó, hvað það væri nú hroðalega gaman!