- það á einu sinni enn að brúka niðurskurðarsaxið á heilbrigðis-, mennta- og félagslega kerfið
- við eigum að sitja í handónýtu skuldasúpunni með skeinipappírsvirði gjaldmiðil þangað til næsta loftbóluævintýri kemur og bjargar málum tímabundið
- Geir og Grani ætla að sitja sem fastast á valdastólunum sem þeir eru búnir að skíta í og ætla ekki að fara að drullast til að VÍKJA þar sem þeir hafa ekki rassgatsvit á því hvað þeir gjöra
- Sjálfstæðisflokkurinn verður enn í ríkisstjórn eftir næstu kosningar (sem verða vonandi fyrr en 2011.)
Þá er mér skapi næst að fylgja landflóttanum og yfirgefa skerið. Helst vildi ég taka alla stórfjölskylduna með og ef allt fer jafnlangt til fjandans og menn virðast vera að spá er nú bara aldrei að vita hvað menn gera.
Enn sem komið er held ég að við verðum ekkert í svo svakalega vondum málum. Erum svosem vön að lifa af litlu. En ég er að fara í meiri og meiri fýlu yfir þessu. Þessi svokallaða útrás kom langflestum í þjóðfélaginu ekkert við. (Og þá er ég ekki að tala um útflutning í neinum skilningi. Bara banka og loftfyrirtækjabullið.) Auðmenn, seðlabankastjóri og ríkisstjórn benda hver á annan og mér er eiginlega alveg skítsama hverjum þetta er alltsaman að kenna. En ég nenni ekki að borga fyrir það. Ég myndi láta mig hafa hvað sem væri ef kreppan væri jafn alheimsk og ráðamenn vilja vera að láta. En staðreyndin er að hér er ofurkreppa sem er örfáum örvitum að kenna. Og enginn þeirra skammast sín einu sinni!
Þessi ákvörðun varð til innra með mér í gær. En undanfarið hef ég samt misst, áður ódrepandi, áhuga á fasteignavefnum, hinum íslenska. Hef í staðin lent í auknum máli á eitthvað flakk um fasteignavefi erlendis. Er nú bara svona að átta mig á því hvað hlutir þýða. Hvernig markaðir eru á eign vs. leigu. Hvað skiptir máli hvar. Og ekki síst hvaða gengi er á gjaldmiðlum. En ég hef svolítið verið að lenda til Kanada. Og þetta líka fína leikritunarprógramm í York háskóla í Toronto. En svo skemmtilega vill til að 2011 er einmitt inntökuár.
Já, ég miða við árið 2011. Ég huxa að þá verði komið í ljós hvort kreppan er komin til að vera. Hvað verður eftir af heilbrigðis- og menntakerfinu. Hvort verður lag að skipta út íbúðinni fyrir sumardvalaríbúð á Egilsstöðum eða í Eyjafirði. Hvort við verðum búin að borga niður nógu mikið af lánum til þess að andvirði íbúðar dugi fyrir því sem eftir er.
...og í því hófust fréttir og stýrivextir eru að hækka í 18%.
Það er svosem líka inntökuár í leikritunardeildinni í York háskóla 2009...
1 ummæli:
Toronto er æðisleg borg, miklu mun kúlli en new york. ég hef einmitt velt þessu fyrir mér í þónokkurn tíma, afskaplega fín bókmenntafræðideild í þessum skóla. ekki óvitlaust í stöðunni.
Skrifa ummæli