13.10.08

...það verður engin fjandans hæna!

Freigátan er á leikskólanum. En við Hraðbátur erum heima. Hún verður aaaaalein í leikskólanum fram yfir hádegismat í dag. Móðurhjartað reynir að vera ekki á tauginni. Er samt ekki að verða neitt gríðarlega mikið úr verki.

Ætla á eitt námskeiðið enn í kvöld. Læra að borga skuldir og spara hjá honum Ingólfi í spara.is. Oft var þörf en nú er möst, eins og maðurinn sagði. Klappaði, stappaði og gólaði á tónlistarspunanámskeiði í allan gær. Er alveg að verða búin að námskeiða yfir mig. Og fékk skemmtilegt heimaverkefni. 3 - 5 góðar setningar úr gömlum Hugleiksleikritum. Tillögur? (Btw, fyrirsögnin er ein slík.)

Svo er ég að huxa um að fara að reyna að vera skemmtilegri.
Mér finnst ég vera búin að vera alveg heltekin af því að þurfa alltaf að hafa allt á hreinu. Núna þegar allt er orðið í volli á heimsvísu hlýtur maður aðeins að geta farið að slaka á og hætta að reyna að vera alveg gjörsamlega al-fullkomlega með á öllum nótunum, alltaf.

Annars tók ég gítarinn minn úr töskunni sinni í gær, og stillti hann, Guð láti gott á vita.

10 ummæli:

Varríus sagði...

Þó þekkti ég eina enn verri í Ríó. Hún var með sveskjur.

Eitt tígrisdýr hefur aldrei drepið neinn.

Þú skilur lífið alveg ótrúlega vel, svona ung kona.

Bjargiði hinum fyrst!

Þegiðu tussan þín!

Ásta sagði...

Þú færð engar uppástungur frá mér góða - ég þarf á öllum mínum hugdettum að halda. Annars ætti þú nú að vera með ansi gott forskot á okkur hin.

Spunkhildur sagði...

Ég var rétt búin að missa stjórn á mér yfir þessum óskiljanlega dónaskap sem hann Varríus var að hella yfir þig.

Svo datt fattarinn inn og mér leið eins og sveskju í Ríó.

Það er oft fyndið að vera fattlaus svona eftirá.

Nafnlaus sagði...

Ef þú vilt hafa húsdýraþema þá liggur " mig langar í hest" beint við....

Nafnlaus sagði...

Át ég keppinn Jóhannes?

Ingólfur, Ingólfur, þeir eru búnir að drep' ann Hjörleif.

Drepstu þá ef þú ert að drepast.

Sigga Lára sagði...

Nú dugar ekki að drepast ofan í klofið á sér.

Ætlar þú nú líka að fara að hafa skoðun?

Auk þess eru hundar og kettir það sama.

Minn tími mun koma!

Ég er hætti í leikfélaginu ef þessi apaauglýsing verður með.

(Öðrum á námskeiðinu er velkomið að vaða í þessu kommentakerfi og stela setningum eins og þeir geta í sig troðið. Ekki er þó víst að mínar séu endilega alveg orðréttar.)

Nafnlaus sagði...

Sæl gæska... og takk fyrir vel valin orð!!!! Hún Anna okkar (ekki svo mikið Sólveg lengur) er ekki svo að ég viti með neitt á vefnum góða. En er bara þeim mun duglegri að skoða.
Kveðja Eva ein"staka" Kjerúlf

Nafnlaus sagði...

Hafðu nú bara hægt um þig!

Neibb, nú lýg ég ekki meir!

Hefur ykkur ekki dottið í hug að fá ykkur fyrirtíðaspennubreyti?

Eygló D

Sigga Lára sagði...

Hrædd um að Góðverkin kalla teljist ekki með Hugleiksverkum, þó það sé vissulega úr sama félagsheimili og skrifað af Ljótum Hálfvitum. En það var upphaflega skrifað fyrir Leikfélag Akureyrar og hefur aldrei verið sett upp í Hullanum. Tillögur Eyglóar D eru því ekki tækar í verkefnið, þó góðar séu.

Gummi Erlings sagði...

Hvernig átti ég að vita að pecan væri hneta?