Skemmir hreint ekki fyrir að ég er mikill aðdáandi þessarar útgáfu og hef verið allar götur síðan bóheimlegur náungi sem þá átti þessa spúttníkklegu útgáfu bauð bókmenntafræðinni alltaf í fordrykk fyrir árshátíðir. Sá sýndi síðan einstaka snilld þegar hann hirti útgáfuréttinn af Harry Potter þegar stærri spámenn höfðu hafnað honum. Ekki alvitlaust.
Aukinheldur er skrifstofa þessa útgáfufyrirtækis staðsett í um 30 sekúndna göngufæri frá heimili mínu.
Þannig að svona verður lífið eftir áramót: Eldsnemma á morgnana fer ég með Freigátuna þessa 10 sekúndna leið sem er yfir í leikskólann hennar. Þaðan fer ég skrefin sem ég á eftir yfir í Bjart, eða aftur heim til mín af því að ég verð líka að einhverju leyti að vinna þar. Þar verður líka Rannsóknarskip í sínu fæðingarorlofi, tekinn við sjálfsmorðsvakt Hraðbáts, sem er orðin ærið verk. Þá á Smábáturinn lengst að fara, þessa 3 - 5 mínútna leið í skólann sinn.
Í kreppunni og volæðinu verður allavega gríðarleg hamingja þarna á lófastórum bletti í gamla Vesturbænum.
---
Mér liggur mikið þrum á hjarta varðandi ríkisstjórnina og fjárlögin.
Finnst gríðarlega táknrænt að þau hafi þurft að fara bakdyramegin á ríkisstjórnarfund.
En verrrð bara að fara að læra.
3 ummæli:
Táknrænar og líka hefðbundnar hamingjuóskir með djobbið hjá Bjarti. Vúhú! Ég er öll á því að hann sé mesti töffarinn.
Já til hamingju með starfið. Frábært fyrir þig að þurfa ekki að fara lengra í vinnuna :)
kv. Júlíus A. A.
Til hamingju með starfið :)
kveðja
Hildur
Skrifa ummæli