19.12.08

Núnú...

Prófið var í gær. Ég skrifaði alveg í tvo og hálfan tíma. Veit að öðru leyti ekki neitt. En hlýt að vita eitthvað bráðum. Alveg takmörk fyrir því hvað er hægt að vera lengi að fara yfir tvær ritgerðir og þrjú próf. En í dag er hins vegar eitthvað frost í duglegunum. Ætlaði þvílíkt að gera allt mögulegt í dag og rúmlega það. En var aðallega að halda á Hraðbátnum og fór svo bara í heimsókn út í bæ með Freigátuna seinnipartinn.

Við fórum að hitta kjeeellingarnar sem voru með okkur í grindkvalasundinu fyrir einum þremur árum síðan. Núna er ekki jafnmikið að gera hjá okkur þegar við hittumst og þegar við vorum að því með nokkurra mánaða kríli en talsvert meiri hávaði. Og mjöööög gaman. Ég dró Freigátuna öskrandi heim um sjöleytið.

Og nú sitja allir á blístri eftir pitsuát. Og við nennum ekki að svæfa börnin eða byrja á nokkru nytsamlegu. Enn er ófært um allt hús og heill haugur af jólagjöfum óinnpakkaður og ósendur út á land. Ekki einu sinni farið að huxa neitt um heimafólk.

Kæruleysið.

Engin ummæli: