30.12.08

Komin norður!

Ferð gekk vel. Hraðbátur svaf næstum alla leiðina og Freigátu leiddist hvað hann var lélegur að skemmta henni.

Íbúðin sem við erum í er alveg ljómandi. Og við erum búin að vera ljómandi dugleg að hanga í henni. En nú erum við komin í sveitina og ég er að misnota internetið hans Sverris máx. Erum líka með Smábátinn í láni í dag. Í kvöld skilst mér að eigi að spila "heima hjá okkur." Verðum svo líka hérna annað kvöld.

Og ef ég ætti flatskjá myndi ég nota tækifærið og henda eggjum í áramótaávarpið hans forsætisráðherra Haarde. En ég sleppi því nú heima hjá tengdó. Það er teppi. Og túbustjónvarp.

Hef huxað mér að versla stjörnuljós í Hrafnagili í kveld.

Og meika vonandi að semja áramótapistilinn minn á morgun.

1 ummæli:

Elísabet Katrín sagði...

Endilega kaupið bara helling af flugeldum ;) helst einhverja stjórnmálamannatertu ;) Fyrir blessuð börnin sko ;) sjáumst :)