Vegna þess að hann er svo hroðalega duglegur þá fór ég snemma heim úr vinnunni og hleypti honum í babminton með Hagaskólagenginu.
Veisla fyrir afmælisbörn mánaðarins var annars á leikskóla Freigátunnar í dag. Hún fékk kórónu og fékk að hjálpa til við að baka köku. Sem hefur vonandi verið bökuð við góðan hita en sú stutta er kom heim með einhvern kvefskít í dag.
Rannsóknarskip og Hraðbátur fóru að hitta tvo félaga þess fyrrnefnda sem einnig eru í feðraorlofum þessa dagana. Þar hitti Hraðbátur tvær kærustur í einu, enda var hann svo uppgefinn að hann svaf óvenjulengi eftir hádegið.
Smábáturinn er í almennu hegðunar- og hlýðniátaki. Nauðsynlegt eftir jólaruglið. En það lofar afskaplega góðu.
Og Móðurskipið unir hag sínum fjarskavel hinumegin við hornið. Situr og einbeitir sér og hefur samskipti við annað fullorðið fólk oft á dag. Oft ókunnuga og gæti jafnvel farið að neimdroppa rithöfundum eins og vindurinn... ef það væri ekki svona líka algjörlega ókúl. Sérstaklega nú um stundir. Í kreppunni eru allir plebbar.
[Meðfylgjandi myndskreyting átti að fara með áramótakveðjunni. Meikaðist bara ekki að koma henni inn í tölvuna fyrr en núna.]
Engin ummæli:
Skrifa ummæli