Dagar sem hefjast á því að maður getur lesið laaaangt blogg og bakþanka sem aukaglaðning hjá Dr. Gunna eru ævinlega mjög góðir dagar.
Annað sem gerðist áður en ég fór í vinnuna var að skipt var um klósett heima hjá mér. Í gærmorgun kom nefnilega maður í heimsókn, alveg eldsnemma, og reif allt-of-stóra sturtuklefann úr allt-of-litla þvottahús-baðherberginu mínu og henti honum. Og í morgun fór gamla og ónýta klósettið í gúanóið. Í staðinn kom nýtt, eðalgræja úr Byko. Svo sem eins, en þau stóðu hlið við hlið frá í gærkvöldi og ég er farin að naga mig í handarbökin yfir að hafa ekki tekið mynd. Klósetttískan er nefnilega greinilega til, og hefur breyst frá 1987. Nýja klósettið er allt "rennilegra". Kantaðra. Ekki eins rúnnað. Með taka sem maður ýtir á til að sturta í staðinn fyrir svona stöng sem maður togar í.
Nýja klósettið er góðærisklósett.
Svo eru menn eitthvað að fárast yfir því að flísarnar á baðherberginu séu "lausar". Ég horfi og horfi og sé næstum enga dottna af. Og þar með ekki vandamálið. Og nenni síst að láta endurflísaleggja, nema svona rétt í gatið þar sem sturtuklefinn var.
En brátt verður hægt að halda heilmikið dansiball í baðherbergis-þvottahúsinu okkar. Sem er eins gott. Ekki líklegt að maður hafi efni á að stækka við sig húsnæði á næstu 10 - 20 árunum.
Verð að taka undir með Doktornum í dag. Lífið í þessu landi er ein allsherjar geðhvarfasýki. Geðveikt góðæri - geðveik kreppa. Hvernig væri nú að stefna bara á einhvern sæmilegan milliveg?
5.2.09
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli