20.3.09

Jafnrétti?

Ég veit það ekki.

Fjölskyldufaðir sem vinnur mikið (úti?) stendur sig vel. Vinnur vel fyrir sér og sínum. Gott hjá honum.
Fjölskyldufaðir sem er heimavinnandi stendur sig enn betur. Rosalega duglegur að nenna að sjá um heimilið. Þvílíkt gott hjá honum.

Móðir sem vinnur mikið úti "nennir ekkert að hugsa um þessa krakka sína."
Móðir sem er heimavinnandi "nennir ekki að vinna og lætur bara kallinn sjá fyrir sér."

Vandlifað. Þ.e.a.s. ef maður er kona.

Jafnrétti?
Ja, ég vona að þetta sé ekki það.

3 ummæli:

Þórunn Gréta sagði...

Það vona ég líka...

Elísabet Katrín sagði...

Og það sem meira er þá eru það "við" konurnar sem segjum þetta ;) ekki karlarnir...svo ég held að mesta jafnréttisbreytingin sem þarf er hugarfarsbreyting hjá KONUM :)

Sigga Lára sagði...

Algjörlega.