5.5.09

Búið!

Í minningunni verður það svona:
Ég lagði fagurlega innbundnu ritgerðirnar á borðið hjá góðu konunni á Hugvísindasviðsskrifstofunni, á brast með fiðlutónlist og ég sveif fagurlega í slómó út í sólskinið.

Í raunveruleikanum var ég búin að þvælast um allar asnalegu nýbyggingarnar (sem eru svo 2007 að það er ekkert hægt að finna í þeim) til að komast að því að skrifstofa Hugvísindasviðs var uppi á þriðju hæð í aðalbyggingunni. Þegar þangað kom var ég alveg að míga á mig. Fór því lítið fyrir slómóinu.
Eftir að hafa létt á mér á klósettina á annarri hæð (sem er ekki nærri jafnsjarmerandi eftir að það var 2007-að) hélt ég heim, í húðdynjandi rigningu, og fékk kvef.

En þegar ég rís upp úr þessu kvefi (sem er svosem engin svínaflensa, bara svona einhver horgjörningur með sleppu) verður mikill gleðidans stiginn! Og tekið til við að sníða niður í útvarpsþátt.

1 ummæli:

Gummi Erlings sagði...

Jamm, þetta "háskólatorg" er bölvaður óskapnaður. Hefði verið skárra að gefa hverju háskólastúdent 1 spýtu, nokkra nagla og hamar og leyfa þeim að tjasla upp einhverju nothæfu skýli. Útkoman hefði í það minnsta orðið meira sjarmerandi.