29.5.09

Jahám.

Einhvern veginn var ég haldin þeim miskilningi að það yrði eitthvað lítið að gera annað en að spóka sig með fjölskyldunni nú á milli skóla. En öðru er nær. Daginn eftir Færeyjar fór ég og hitti atvinnuleysisfólkið, reddaði einu blaði frá háskólanum og öðru frá Bandalaginu og hitti svo annað atvinnuleysisfólk. (Ég er greinilega alveg að rugla kerfið með því að vera ekki búin að ákveða hvort ég fer í nám í haust. Það veit ekkert hvar það á að setja mig.) Allavega, er búin að panta viðtal hjá Guðnanum um doktorsnámið.

Svo er búið að sýna tvær sýningar, undirrituð sýningastýrði reyndar bara annarri, en svo er lokasýningin í kvöld. Fyrir utan tvær aukasýningar á þriðjudag og miðvikudag.

Rannsóknarskip og Smábátur eru að fara til jarðarfarar á Selfossi, langamma Smábátsins var að fá hvíldina nú í síðustu viku. Vegna sömu jarðarfarar fæ ég kannski að sjá hana Rannveigu mína í kvöld. Hún ætlaði kannski að koma á sýningu hjá okkur.

Og tíminn æðir áfram. Ég er ekki byrjuð að taka til og hægt miðar í árásinni á þvottafjöllin. Ekki hjálpar síðan orkunni að ég er búin að vera í algjöru letikasti og vil helst vera sofandi og/eða borðandi. En nú skal þessi leti og fitnun snúin niður. Hefi ákveðið að Hraðbáturin fær að sofa í vagninum í dag, á fleygiferð um bæinn. Verður það hressandi tveggja tíma ganga.

Best að sérvelja í ípottinn.

1 ummæli:

Spunkhildur sagði...

Til hamingju með sýninguna, ég skemmti mér konunglega...