í Svarfaðardalnum var strax búinn, bara. Eins og venjulega. Fyrir ókunnuga: Bandalag íslenskra leikfélaga heldur á ári hverju 10 daga skóla að Húsabakka í Svarfaðardal. Þar eru haldin námskeið í leiklistartengdu. Í ár var ég á leikritunarnámskeiði hjá Bjarna Jónssyni þar sem hugmyndin var að vinna með lengri leikrit.
Þrennt ósamrýmanlegt gerði ég.
- Vann meira en nokkru sinni fyrr á skólanum. Fór líklega langt með að "klára" leikrit sem eru búið að vera í einhverri þróun í svona sjö ár. Ljómandi árangur.
- Fór alltaf fyrr að sofa en nokkru sinni á skólanum. Oftast sofnuð um miðnætti, nema þegar skriftir héldu fyrir mér vöku. Af sem áður var, myndi ég segja.
- Í þversögn við það, hef aðdrei stútað öðru eins magni áfengis á einum skóla. Ætla hvorki að telja rauðvínsflöskur né bjórkassa en skriftir yfir glasi voru stundum stíflulosandi.
- Æfði mig geðveikt mikið á gítar og hlakka til að hefja nám í Tónheimum í haust.
Svo. Í betra formi en oft áður líkamlega en frekar sveitt á heilanum og pínu búin í andleginu.
Rannsóknarskip sótti mig og í fyrstu atrennu fórum við bara hingað í Eyjafjörðinn. Höldum suður á bóginn uppúr hádeginu. Svo er ég viss um að ég á að gera eitthvað næstu daga... Man bara ekkert margt í dag.
22.6.09
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli