30.6.09

Sumarplön

Já, greinin um Vinnumálastofnun er í vinnslu. Jafnvel farvegi. Fer eitthvert í vikunni.

Annars standa mál heimilisins þannig að nú er verið að ganga frá hinum og þessum smáatriðum í vikunni og á föstudag reiknum við með að bruna norður í land. Austur væntanlega á laugardag eða sunnudag. Þar ætlum við að dvelja í góðu yfirlæti, sótt hefur verið um að fá leigða efri hæðina á Lagarási 12 til íbúðrar. Sú íbúð er stór og rúmar auðveldlega ríjúlíon auk þess sem hún er við Kjaftamyllustrætið, sem er nauðsynlegur kostur. Svo er hún líka á efri hæðinni þar sem amma mín bjó. Ég vona að við fáum að vera þar.

Allavega, þann 17. júlí fáum við Kennarasambandsíbúð á Akureyri og höfum í viku. Skilum henni föstudag 24. júlí og þá er hugmyndin að skreppa aftur austur, vera þar um Bræðsluhelgina, en þá verður líka "systkinabarnamót" í minni móðurfjölskyldu einhversstaðar eystra. Svo ætlum við að dóla okkur suðurleiðina heimleiðis í rólegheitunum í vikunni fyrir Verslunarmannahelgi. Koma víða við og tjalda úti um allt. (Ef veður leyfir.)

Svona er stóra planið. Megrunarplön eru eftirfarandi:
- Missa sig ekki í nein endalaus kaffi og meððí hjá mömmu né tengdó heldur éta nákvæmlega þrjár máltíðir á dag og ekkert þess á milli eða á kvöldin. EKKERT!
- Hlaupa á hverjum degi á íþróttavellinum á Egilsstöðum. ALLTAF!
- Láta Elísabetur mágkonu kenna mér að hlaupa í Kjarnaskógi, þar sem ég veit ekki um hann og kann það ekki, fyrir norðan.
- Fara oft í sund úti um allt og synda mikið.

Svo verður gítar með í för. Hann er einmitt ný-umstrengjaður, og ég ætla að spila mikiðmikið á hann og kenna sjálfri mér mörg ný lög. Ég fann meiraðsegja gítarnögl um daginn, á förnum vegi. Svona þunna og heilmikið notaða. Greinilega tákn.

Eitthvað ætla ég líka að vinna fyrir Bandalagið í fríinu, vinna í doktorsnámsumsókninni minni og halda áfram að skrifa Heljarslóðarorrustuna. Já, og fjölskylda eins og vindurinn. Vitaskuld.

Þá er búið að birta planið opinberlega og þá er ekki hægt að klikka á megruninni. Sniðugt?

10 ummæli:

Berglind Rós sagði...

Frábært plan! Kannski heimsæki ég þig á Egilsstöðum einhvern tímann og hleyp með þér nokkra hringi :-)

Sigga Lára sagði...

Já, ætli þú myndir ekki hlaupa svona 3 hringi fyrir hvern sem ég hlussast? ;)
En svo gætum við farið saman í kaffi! Svo það er gott plan!

Varríus sagði...

Man ekki til þess að þú hafir borið þessi megrunarplön undir mig :<

Sigga Lára sagði...

Hélt þau væru sjálfgefin. Í framhaldi af "óþekkjanlega" dæminu. ;)

Elísabet Katrín sagði...

Kennslustund í hlaupum í Kjarnaskógi er komið á blað hjá mér ;) Ekki málið....svo skal ég koma með þér í sund á eftir, þar sem þú syndir og ég ligg í sólbaði ;)

Siggadis sagði...

Frábært plan! Við verðum einmitt fyrir austan á einhverjum af þessum tíma - skal bíbba á bílnum á eftir þér og Begle og þygg með ykkur kaffisopa á eftir ;) Díll?

Sigga Lára sagði...

Stórgott. Alltsaman plön. Vona bara að ekki verði endalaus fokkíng norðaustan drulla á meðan ég verð fyrir norðaustan, eins og verið er að spá núna.

fangor sagði...

við erum að fara austur á föstudag, fínt að hafa leikfélaga. svo eru gönguplön hjá mér á hverju kvöldi, ég dreg þig þá með!

Nafnlaus sagði...

Ég skal hlaupa með þér og bjóða upp á vatn og spínatsalad. Það er bara betra ef það er NA-fýla þá skelfur af manni mörinn.

Jón Gunnar

Þórunn Gréta sagði...

Já, já og ég verð líka fyrir austan, öll hin tilkippilegasta í grenningaraðgerðir...