Fór að blaða í kommúnískri söngbók á heimili foreldra minna. Svona til að gá hvort trúbbið gæti orðið eitthvað í róttækni. Fyrsta lagið í bókinni þekkja svakalega margir. Þetta hefur maður nú öskrað á ýmsum fylleríum og bragðast óneitanlega öðruvísi eftir hrun.
Fram, þjáðir menn í þúsund löndum,
sem þekkið skortsins glímutök!
Nú bárur frelsis brotna á ströndum,
boða kúgun ragnarrök.
Fúnar stoðir burtu vér brjótum!
Bræður! Fylkjum liði í dag –
Vér bárum fjötra en brátt við hljótum
að byggja réttlátt þjóðfélag.
Þó að framtíð sé falin
grípum geirinn í hönd,
því internasjónalinn
mun tengja strönd við strönd.
Jæjajæja. Það sem ég vissi ekki var að það eru tvö erindi í viðbót. Og mikið hroðalega eiga þau vel við á Íslandi í dag. É'v nú bara sjaldan séð annað eins.
Á hæðum vér ei finnum frelsi
hjá furstum eða goðaþjóð;
nei, sameinaðir sundrum helsi
og sigrum, því ei skortir móð.
Alls hins stolna aftur vér krefjumst,
ánauð þolir hugur vor trautt
og sjálfir brátt vér handa hefjumst
og hömrum meðan járn er rautt.
Þó að framtíð sé falin ... o.s.frv.
Vér erum lagabrögðum beittir
og byrgðar vorar þyngdar meir,
en auðmenn ganga gulli skreyttir
og góssi saman raka þeir.
Nú er tími til dirfsku og dáða.
Vér dugum – þiggjum ekki af náð!
Látum bræður því réttlætið ráða,
svo ríkislög vor verði skráð.
Þó að framtíð sé falin ... o.s.frv.
Það liggur nú við að maður þurfi að læra þetta bara...
Og þegar vér þurfum að hvetja okkur til dáða í aðgerðunum framundan.
Því hrunið er ekki búið. Varla byrjað. Og því síður byltingin.
11.7.09
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Helvíti fellur samt þriðja erindið illa að laginu.
Já, maður þarf eiginlega að tékka á upprunalega textanum, sem ku vera franskur, og gá hvort ekki er hægt að snúa betur.
Skrifa ummæli