29.7.09

Hlaupamontið

Í dag eru 3 vikur og 4 dagar síðan ég hljóp 800 metra og var rétt látin af andarteppu.
Í gær fékk ég pirru af því að mér fannst megrunin ganga eitthvað hægt. Búin að missa 4 kíló.

Ég er 35 ára gömul og hef aldrei stundað íþrótt. Reykti staðfastlega í einhver 12 ár og geri enn við mishátíðleg tækifæri og þrátt fyrir míkróskópískan kílóamissi á undanförnum vikum er enn um fimmtungi líkamsþyngdar minnar ofaukið miðað við miðjuna á kjörþyngd. Ég hef fengist við ýmsa misdularfulla kvilla í gegnum árin, þunglyndi með kvíðaröskun, jafnvægisskynsflakk, ofdrykkju, grindargliðnun og greindar, barneignir og fleira misgaman.

Í dag hljóp ég 10 kílómetra.
Það er allt hægt.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju!! Sé þig væntanlega í Reykjavíkurmarþoninu :)
kveðja
Hildur

Nafnlaus sagði...

Þú er frábær. Kveðja, Jón Gunnar