15.9.09

Ljótu húsin úr góðærunum.

Hvað er þetta með arkítektúr á uppgangstímum? Það er eins og þá fái menn alltaf ljótuköst. Hanna ljótar og ferkanntaðar byggingar, gersneyddar allri hlýju og "mannleika". Á háskólasvæðinu er til dæmis greinilega aðeins byggt á brjáluðum uppgangstímum. Eins og t.d. 2007. Enda var bætt rækilega í ljótubyggingasafnið sem er að myndast á háskólasvæðinu. Það væri hægt að setja upp sögu ljóts arkítektúrs á uppgangstímum hérna á svæðinu og fara í kynnisferðir með túrista.

Glerbrjálæðið 2007 er líka soldið spes, sérstaklega í ljósi umræðunnar um gegnsæi. Athugist að aðeins sést út úr glerhýsunum. Ekki inn. Í fundaherberginu í Gimli, sem er úr ógagnsæju gleri frá gólfi til lofts, langar mig alltaf að leika við hvern minn fingur eins og Monty Burns í Simpsons, horfa yfir lýðinn utandyra og segja: Yes, yes. Work, my minions. Work!

Engin ummæli: