Mikið hrikalega fer í taugarnar á mér þegar höfuðborgarbúar grenja nú yfir því að geta ekki selt fasteignirnar sínar í hvaða viku sem þeim sýnist.
Við hvaða veruleika halda menn að allir utan höfuðborgarsvæðisins, og sumir í Hafnarfirði og Mosfellsbæ, hafi búið undanfarna áratugi? Hafi menn gerst svo djarfir að versla sér húseignir á þessum stöðum þá er eins gott að menn treysti sér til að búa í þeim ævilangt. (Svo fremi sem menn eru ekki reknir úr þeim vegna snjóflóðahættu, með skít og kanil í bætur.) Og þannig hefur það alltaf verið. Svo sést einhver vísir að sömu þróun á höfuðborgarsvæðinu og þá liggur bara allt grenjandi um vistabönd og áttahagafjötra og líkir sér við undirmálsmenn bændaveldis fyrri alda?
Fuh.
Skrattinn vorkenni...
14.9.09
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli