Jóhannes Jónsson stendur fyrir kauptilboði til Arion í Haga. (Ath. ekki Jón Ásgeir.)
Útlenskir auðmenn ku standa með honum að þessu. (Ath. við vitum ekki hvar þeir fá peningana. Í lánabók gamla Kaupþings, hinni háleynilegu, kom í ljós að "útlenskir auðmenn" höfðu undantekningalítið fengið peningana sem þeir voru að leggja í bankann, að láni úr bankanum.)
Engar afskriftir verða. (Ath., við vitum ekki hvernig tilboðið hljóðar. Er hægt að orða afskriftir einhvern veginn öðruvísi?)
Mér finnst líklegt að verið sé að slá ryki í augu mín og almennings og gera ráð fyrir að við finnum mun á kúk og skít.
Ég vil vita í hverju þetta tilboð felst. Nákvæmlega. Og hvað átt er við með öllum orðunum.
Ef maður hefur eitthvað lært af undanförnum árum í þjóðfélagi með þessum glæpónum er það að það er ekki hægt að vera of tortrygginn.
Annars vildi ég óska að Jóhanna og Steingrímur tækju nú af mér ómakið. Sérstaklega þar sem nýi peningaþvottabankinn er búinn að senda þeim fingurinn með því að hóta brottrekstri hverjum þeim sem notfærir sér ákveðin úrræði ríkisstjórnarinnar.
Fer ekki að koma tími á að skipta um toppa þarna?
Annars fer ég að taka mér Davíð Oddsson til fyrirmyndar, marsera í bankaskrípið (ja, eða netbankann) og færa viðskipti mín.
23.11.09
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Ég gafst upp á Ara Jóni (sem þá hét Kaupþing - eða var það Skaupþing?) eftir verslunarmannahelgi þegar bankastjórinn vildi setja lögbann á hina leknu lánabók. Ég held til hjá S24 en er hvorki hamingjusöm né örugg (sterk tenging við BYR). Ég skulda hvergi húsnæðislán þannig að ég er ekki átthagabundin - en áfram óviss og dauðans tortryggin.
Ég er ekki með húsnæðislánin mín þarna. Bara sparnaðinn og viðskiptareikninginn. Árni er í Landsbankanum... með slæmri samvisku, en mér skilst að það sé mestur séns á að hann verði áfram í eigu ríkisins.
Það liggur við að mér líki best við Íslandsbanka.
Kannski út af nafnabreytingunni aftur í tímann, ég veit það ekki...
Kannski maður fari bara með peningana heim til sín.
Annars var ég að lesa blogg Hannesar Hólmsteins og við erum enn alveg hjartanlega sammála.
Mér er soldið óglatt.
Það er skuggalegt að vera sammála Hannesi!
Ég var í SPRON - svo keypti Kaupþing SPRON, þá flutti ég mig snarast yfir í Sparisjóð Mýrasýslu, daginn sem ég fékk kortið mitt keypti Kaupþing SM! Veit ekki hvert ég á að fara næst, óttast ARA!
Ætli séu ekki einhverjir góðir bankar á Tortóla, bara?
Æji, hvað erum við að gera hérna á þessu blessaða skeri? Frétti af einum árabát niðri við höfn... hittast þar í janúar?
Skrifa ummæli