21.12.09

Ef leikhúsnörrar vildu vera svo vænir að auka mér leti?

Ég fékk alveg hreint hroðalega góða hugmynd... að mér finnst, allavega.
Ég er að drafta kafla um orðræðugreiningu í rannsóknina mína sem ég ætla að ljúka við í janúar. Er búin að viða að mér efni úr nokkrum áttum, með nokkrum mis-mismunandi aðferðafræðum, aðallega til að greina einhverskonar valdboð eða valdastrúktúr í orðræðu.

Ofboðslega góða hugmyndin gengur útá að velja einn leiktextabút, einhvern vel samfélagsádeiluþjappaðan, eða ekki, íslenskan, frá allra síðustu leikárum, og brúka hann sem dæmi og beita þessum aðferðum á hann í gegnum allan kaflann.

Spurning dagsins er: Hvaða textabút, úr hvaða leikriti, ætti ég að nota?
Ég er búin að hugsa mig um í heilar 5 mínútur... og það er bara ekkert komið.

Einhverjar tillögur?

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Forðist okkur eftir Hugleik Dagssson. Ekki það að ég hafi texta úr þeirri snnilldarsýningu á hraðbergi en hún kemur strax upp í hugann.Indra