Í dag er Smábátur heima með gubbuna sem Hraðbáturinn var með um helgina. Þá eru allir búnir að fá hana nema Freigátan. Ég byggist alveg eins við símtali frá leikskólanum hennar ef ég hefði ekki gleymt símanum heima.
Freigátan var annars fyndin í morgun. Í jóladagatalinu hennar var mynd af engli.
Ég: Hvað er nú þetta?
Hún: Kona.
Ég: En... hún er með vængi. Hvað er hún þá?
Hún: Álfur.
Ég: Er hún ekki engill?
Hún: Mamma. Englar eru ekki til. !!!
Habblaha. Eru álfar kannski menn? Ja, þeir eru allavega til, skv. trúarbragðakerfi dóttur minnar. Ekki englar.
Hraðbátur er í leikskólanum, en hann fékk þann úrskurð hjá eyrnalækninum í gær að það væri vökvi í eyrunum hans og hann fær rör í þau á fimmtudaginn. Ef hann verður ekki kominn með eyrnabólgu áður. Eða hlaupabóli. Ef ég væri með símann byggist ég líka fastlega við símtali úr leikskólanum hans.
En ég er ekki með símann. Og er meiraðsegja að fara í PRÓF á eftir. Frekar gaman að lenda í því á síðustu og verstu tímum, en til vill að einn kennarinn minn er óttalegur sérvitringur og vill endilega láta menn taka próf alveg á MA og doktors og hverjusemer. Hann lét mig líka taka próf fyrir u.þ.b. ári síðan. Ég var skeptísk. Þangað til ég fékk 9. Svo nú er ég bara syngjandi kát, ætla að læra voða vel um hann Brecht og massetta!
8.12.09
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli