8.12.09

Jóladagskrá Hugleiksins

Þá er líklegast rétt að byrja að plögga.

Á sunnudax og mánudaxkvöldið verður jóladaxkrá Hugleixins, sem þetta árið heitir Jólahrun, haldin hátíðleg á í Hugleikhúsinu að Eyjarslóð 9. Þar verður m.a. á boðstólnum nýtt verk eftir sjálfa mig í leikstjórn höfundar. Og flutningi Jóns Gunnars og Lubba Klettaskálds.

Eins og ég hafi ekki þá þegar reist mér hurðarása um axlir taugaveiklunar og stressss er ég líka eiginlega hálfpartinn búin að segjast ætla að syngja.

Einnig verður á dagskrá verk eftir Rannsóknarskipið í leikstjórn Harðar S.Dan.

Svo við stelum þarna alveg heilmikið af senum. Og þetta verður sjálfsagt bara gaman. Og örugglega alveg þess virði að mæta, ef menn nenni.

Persónulega stressar þetta dæmi mig talsvert meira en allt akademískt álag þessa dagana.

Af hverju gerir maður þetta alltaf?

4 ummæli:

BerglindS sagði...

Ég skal svara með hinu augljósa: Þú vilt ögra þér. Og það er gott og þannig á það að vera.

Sjáumst á sunnudag, ég ætla að sitja fremst og taka eftir öllu, lallalla.

Sigga Lára sagði...

Greit.
Eins gott að maður prófarki sig almennilega. ;)

Hlakka til að sjá þig!

BerglindS sagði...

Má ekki frekar búast við að þú heyrir í mér ...?

Sigga Lára sagði...

Hehe.
Ég vona að ég geri það, líka. Annars má þetta nú vera illa leiðinlegt. :)